Snyrtistofan Ylja

Vörputorgi 2, 104 Reykjavík

Bóka tíma

Tökum vel á móti þér í rólegu og notalegu umhverfi.

Um okkur

Við erum Ragnheiður, Raggý og Helga Guðrún, eigendur snyrtistofunnar Ylju. Við erum snyrtifræðingar að mennt og búum yfir margra ára reynslu í faginu. Leggjum mikla áherslu á góða, faglega og persónulega þjónustu og hlökkum til að taka á móti gömlum sem nýjum viðskiptavinum. 

Meðferðir

Í vaxmeðferð eru hárin tekin með rót og þar af leiðandi koma þau mýkri upp og hárvöxtur minnkar með tímanum. Við notum vax frá Body Wax Brazil, DABACIARE og Lycon.
    Sólarhring eftir vaxmeðferð ber að varast að:
  • Fara í sund, heitan pott eða liggja í baði.
  • Fara í ljós eða liggja í sólbaði.
  • Fara í gufu eða sauna.

Vaxmeðferðir

Mikilvægt að hugsa vel um hendurnar og bjóðum við uppá handsnyrtingu með eða án lökkunar. Einnig bjóðum við uppá heitan paraffín maska sem nærir og mýkir húðina. Tilvalið fyrir þurrar hendur og þá sem eru með verki í liðum. Í handsnyrtingu notum við vörur frá Alessandro,OPI og Lycon.

Handsnyrting

Við litum augnhár og/eða augabrúnir með sérblönduðum litum fyrir hvern og einn. Auk þess mótum við augabrúnir með plokkun og/eða vaxi.

Einnig bjóðum við uppá augnhárapermanent sem gefur fallega sveigju á þín náttúrulegu augnhár.

Augu og brúnir

Í andlitsmeðferðum notum við aðallega vörur frá [comfort zone]. Við leggjum áherslu á slakandi meðferðir í rólegu umhverfi sem veitir viðskiptavinum góða upplifun. Bjóðum uppá úrval meðferða fyrir allar húðgerðir.

Andlitsmeðferðir

Mikilvægt er að hugsa vel um fæturnar. Við bjóðum uppá góða fótsnyrtingu með eða án lökkunar. Fótsnyrting hentar jafnt konum sem körlum og veitir slökun og vellíðan í fótum.

Fótsnyrting

Í vaxmeðferð eru hárin tekin með rót og þar af leiðandi koma þau mýkri upp og hárvöxtur minnkar með tímanum. Við notum vax frá Body Wax Brazil, DABACIARE og Lycon.
    Sólarhring eftir vaxmeðferð ber að varast að:
  • Fara í sund, heitan pott eða liggja í baði.
  • Fara í ljós eða liggja í sólbaði.
  • Fara í gufu eða sauna.

Vaxmeðferðir

Mikilvægt að hugsa vel um hendurnar og bjóðum við uppá handsnyrtingu með eða án lökkunar. Einnig bjóðum við uppá heitan paraffín maska sem nærir og mýkir húðina. Tilvalið fyrir þurrar hendur og þá sem eru með verki í liðum. Í handsnyrtingu notum við vörur frá Alessandro,OPI og Lycon.

Handsnyrting

VÖRUMERKIN OKKAR

[comfort zone]
[comfort zone] eru hágæða ítalskar snyrtivörur sem eru án sílikons, parabena, jarðfituefna, gervi litarefna og dýraafurða. Allar vörurnar eru vegan og cruelty free.
Lycon
Lycon er ástralskt vörumerki sem er fyrst og fremst þekkt fyrir framleiðslu á vaxi. Auk þess framleiðir Lycon úrval húðvara, s.s. skrúbb, handáburð, sápu o.fl.
Alessandro
Alessandro er þýskt vörumerki sem framleiðir ýmsar naglavörur. Naglalökkin frá Alessandro eru vegan og laus við helstu skaðlegu innihaldsefni sem leynast oft í naglalökkum.
Body Wax Brazil
Body Wax Brazil leggur áherslu á að nota náttúruleg og lífræn hráefni í sínar vörur. Þær eru því allar 100% ECO-friendly.
Previous
Next
upplýsingar
OPNUNARTÍMAR

Mánudaga-föstudaga: 9-18

samfélagsmiðlar

 

© 2021 Snyrtistofan Ylja.